Gæði og góðar stundir Staðsetning Sími 462 6900 Fagmenn fram í fingurgóma Rakararnir Geir Pálmar Geir Sigurðsson lærði á hársnyrtistofunni Medulla. Að loknum samningstíma starfaði hann þar í 2 ár og hóf á þeim tíma nám í meistaraskóla Verkmenntaskólans á Akureyri. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hann starfaði á hárgreiðslustofunni Hjá Dúdda í eitt ár. Árið 2010 var hann ráðinn sem vörumerkjastjóri Wella Professionals hjá HJ heildverslun. Þar sá hann um fræðslumál í um 5 ár, ásamt markaðstengdum störfum. Geir hefur sótt fjölda fagnámskeiða og tekið þátt í hársýningum hérlendis og erlendis. Má þar nefna námskeið í Frakklandi, Bandaríkjunum, Ítalíu, Þýskalandi, Spáni, Danmörku og Svíþjóð.
geir@rakarastofa.is
Geir Sigurðsson Pálmar Magnússon gekk í Iðnskólann í Hafnarfirði og Verkmenntaskólann á Akureyri þaðan sem hann útskrifaðist 2015. Námssamning tók hann á Amber hárstofu á Akureyri. Að loknum samningstíma hóf hann störf á Rakarastofu Akureyrar. Pálmar hefur sótt fagnámskeið bæði erlendis og hér heima, ásamt því að hafa unnið að útskriftarsýningu hársnyrtideildar Verkmenntaskólans á Akureyri.
Palmar@rakarastofa.is
Rakarastofa Akureyrar - Pálmar Pálmar
Netverslun með hár- og snyrtivörur fyrir herra Hair bond American Crew Logo Fudge Logo
Bóka tíma í klippingu

Rakarastofa Akureyrar

Gjafabréf

Gjafabréf hjá Rakarastofu Akureyrar er frábær gjöf sem hægt er að nota fyrir vörur og þjónustu. Með því að kaupa gjafabréf á rakarastofu, ert þú nánast örugg/ur um að gjöfin mun nýtast honum og slá í gegn. Hægt er að kaupa gjafabréf í netverslun okkar og fá sent í pósti. Þægilegt og einfalt.

Skeggsnyrting og Rakstur

Vertu vel snyrtur. Allt frá opnun höfum við lagt okkur fram við að þjónusta vel þá sem bera fagurt skegg, eða kjósa að vera rakaðir. Sjáðu verðlistann hér.

Heitt á könnunni

Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á kaffi eða kaldan drykk á meðan beðið er. Á föstudögum bjóðum við þeim sem hafa náð tilsettum aldri upp á drykk dagsins.

Afþreying

Láttu fara vel um þig. Við bjóðum upp á skemmtilega afþreyingu í sófanum. Þar getur þú lesið blöðin eða spilað Playstation 4 við börnin, eða til þess að finna barnið í sjálfum þér. Einnig er þér velkomið að vafra um Sjónvarp Símans og finna sjónvarpsefni eftir þínum smekk. Enski boltinn er að sjálfsögðu sýndur um helgar. Láttu fara vel um þig.