Skilmálar

Rakarastofa Akureyrar

Almennt

Rakarastofa.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Afhending vöru

Afhendingartími er að jafnaði 2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Varan er send beint heim til kaupanda, þar sem sú þjónusta er í boði.
Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.

Skilafrestur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með.

Netverð

Vinsamlegast athugið að verð í vefverslun getur breyst án fyrirvara. Tilboð í vefverslun gilda í sumum tilfellum eingöngu fyrir vefverslun. Með sama hætti  gilda tilboð á Rakarastofu Akureyrar ekki alltaf í vefverslun.

.

Skattar og gjöld

Öll verð í netversluninni eru með VSK.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Varnarþing

Félagið er staðsett á Akureyri og þar er varnarþing þess. Rísi ágreiningur um samning þennan verður málið rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra.

.

Flutningur

Rakarastofa Akuryrar ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Rakarastofa.is og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.
Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Kostnaður við hverja sendingu er 690 kr. og er það óháð þyngd vöru. Sendingarkostnaður fellur niður ef verslað er fyrir 12.000 kr. eða meira.